Síðbúnar fréttir ársins 2019
Þegar litið er til baka má segja að allt hafi verið í föstum og hefðbundnum skorðum hér á bæ. "Og þó" nýtt hús var sett niður í túnfótinn á vordögum, kom tilbúið og hafði áður staðið í Austurási við Selfoss. Í því búa nú nýir bændur hér, Jóhanna Bríet Helgadóttir, Atli Geir Scheving og börnin þrjú, Helgi Fannar, Hákon Orri og Hrafnhildur Anna. Ekki seinna vænna en að yngja upp þau gömlu í búskapnum. Að venju var mikið um dýrðir í kringum fjallferð og réttir. Enn skröltir sú gamla á traktornum og eldar ofan í fjallmennina en þessi ferð var í 32. skiptið. Fjárheimtur nokkuð góðar og smalamennskur gengu með betra móti enda veðrið ákjósanlegt svo og heyskapartíð sumarsins.
Við mættum að sjálfsögðu til leiks á hrútasýningu Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna eins og síðustu ár. Það er alltaf sérstaklega gaman þegar vel gengur. Jóhanna og Atli áttu efsta mislita hrútinn auk þess sem veturgamli hrúturinn þeirra, Ás, var í 2.sæti í sínum flokki.
Heldur dregur af okkur í hrossaræktinni. Aðeins fæddust tvö merfolöld hjá okkur í vor, bæði undan Stormi frá Herriðarhóli. Mæðurnar eru Lygna Dalvarsdóttir og Lind Hrynjandadóttir, en Spönn hafði látið. Sem fyrr eigum við góða að í tamningunum það er Janus á Laugarbökkum, Ásta í Austurási, Óli og Bylgja á feti og Björgvin í Dalbæ. Síðan bættust í hópinn núna Helga Una í Fáksfólum og Lárus í Árbæ. Takk mín kæru fyrir góða vinnu. Enn eru tekin folöld í fóður og ekkert lát er í þeirri eftispurn. Þetta verða eins og börnin mans og gaman að fylgjast með þeim gera góða hluti i lífinu síðar meir.
Nú er allt sauðfé komið á hús og rúningur afstaðinn. Í hrútastíunum gengur mikið á og allir hlakka til tímans framundan. Óðum styttist til jólanna en með þessum orðum óskum við ykkur kæru vinir gleði og gæfu á komandi ári með hjartans þakklæti fyrir alla samveru á liðnum tímum.
Hanna og Haraldur Hrafnkelsstöðum.
Þegar litið er til baka má segja að allt hafi verið í föstum og hefðbundnum skorðum hér á bæ. "Og þó" nýtt hús var sett niður í túnfótinn á vordögum, kom tilbúið og hafði áður staðið í Austurási við Selfoss. Í því búa nú nýir bændur hér, Jóhanna Bríet Helgadóttir, Atli Geir Scheving og börnin þrjú, Helgi Fannar, Hákon Orri og Hrafnhildur Anna. Ekki seinna vænna en að yngja upp þau gömlu í búskapnum. Að venju var mikið um dýrðir í kringum fjallferð og réttir. Enn skröltir sú gamla á traktornum og eldar ofan í fjallmennina en þessi ferð var í 32. skiptið. Fjárheimtur nokkuð góðar og smalamennskur gengu með betra móti enda veðrið ákjósanlegt svo og heyskapartíð sumarsins.
Við mættum að sjálfsögðu til leiks á hrútasýningu Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna eins og síðustu ár. Það er alltaf sérstaklega gaman þegar vel gengur. Jóhanna og Atli áttu efsta mislita hrútinn auk þess sem veturgamli hrúturinn þeirra, Ás, var í 2.sæti í sínum flokki.
Heldur dregur af okkur í hrossaræktinni. Aðeins fæddust tvö merfolöld hjá okkur í vor, bæði undan Stormi frá Herriðarhóli. Mæðurnar eru Lygna Dalvarsdóttir og Lind Hrynjandadóttir, en Spönn hafði látið. Sem fyrr eigum við góða að í tamningunum það er Janus á Laugarbökkum, Ásta í Austurási, Óli og Bylgja á feti og Björgvin í Dalbæ. Síðan bættust í hópinn núna Helga Una í Fáksfólum og Lárus í Árbæ. Takk mín kæru fyrir góða vinnu. Enn eru tekin folöld í fóður og ekkert lát er í þeirri eftispurn. Þetta verða eins og börnin mans og gaman að fylgjast með þeim gera góða hluti i lífinu síðar meir.
Nú er allt sauðfé komið á hús og rúningur afstaðinn. Í hrútastíunum gengur mikið á og allir hlakka til tímans framundan. Óðum styttist til jólanna en með þessum orðum óskum við ykkur kæru vinir gleði og gæfu á komandi ári með hjartans þakklæti fyrir alla samveru á liðnum tímum.
Hanna og Haraldur Hrafnkelsstöðum.