Folaldahótelið á Hrafnkelsstöðum 1, Hrunamannahreppi.
Tökum folöld/tryppi í innifóðrun á veturna, desember til júní.
Innifalið: Úrvalsgott hey, vitamin-saltsteinar, rakstur (við rökum í janúar), ormalyf.
Framanaf vetri fá tryppin hreyfingu í hlöðunni hjá okkur þar sem hálka og kuldi getur veið úti, en þegar líður á vorið fá þau útiveru daglega.