Um okkur
Myndir: Jóhanna situr hryssuna Snör frá Hrafnkelsstöðum 1. Haraldur situr Flikku frá Hrafnkelsstöðum. Myndirnar voru teknar á Landsmóti 1974, en þessar hryssur voru báðar sýndar þar með 1.verðlaun.
Hrafnkelsstaðir 1, Hrunamannahreppi
Hafið samband við okkur í síma 486-6687 eða 892-5238
eða sendið tölvupóst á netfang: jbi (hjá) mi.is
English: Contact us on email: jbi (at) mi.is
Gæðastýring í hrossarækt
Gæðastýring í hrossarækt miðar að því
að votta framleiðslu búanna
sem vistvæna gæðaframleiðslu
og tekur á þáttum sem lúta að
- áreiðanleika ætternis og uppruna hrossanna,
- velferð þeirra
og
- verndun landgæða.
Fyrsta stig vottunarinnar lýtur að ætt og uppruna og byggist á skýrsluhaldi, örmerkingu og DNA – greiningu, annað stig er vottun á landnýtingu og lokastigið er góð fóðrun og umhirða.
Hægt er að lesa meira um Gæðastýringu í hrossarækt hér: http://bondi.is/pages/124
Hugrenningar um hrossarækt
Stórfeldar breytingar hafa orðið á síðustu 10-15 árum á sviði hrossaræktar í landinu. Framfarirnar ótvíræðar, kemur þar margt til: Framfarir í ræktun, bætt uppeldi og meðferð, fagmenska í tamningu og sýningum, og síðast en ekki síst stóraukið fjármagn og verðmætasköpun í greinunni.
Fyrr á árum var fátítt að kynbótahross væru í þjálfun ár eftir ár, svo fram næðist hámarksárangur í dómi. Þetta var jafnvel litið hornauga nær væri að hrossin færu í ræktunina.
Ef hryssa kom sæmilega til eftir nokkura mánaðar tamningu, og hafði einhverja kosti í augum eigandans hvað varðaði hæfileika og ætterni - þá var hún sýnd og takmarkið að komast í ættbók. Það þótti mörgum viðunandi og gat verið jafngóður kynbótagripur og meira þjálfuð og hærra dæmd hryssa nú í dag.
Þarna vegur salt tilkostnaður og hvort hrossið skilar honum í auknu verðmæti.
Eflaust hefur það ástand sem nú er í efnahagsmálum þjóðarinnar einhverjar breytingar í för með sér, enda verðmat og fleira tengt hrossaræktinni komið út úr öllu korti.
Vindótti liturinn á Hrafnkelsstöðum
Alltaf hefur verið nokkuð til af vindóttum hrossum hér á búinu - og eru þau komin útaf þremur móvindóttum hryssum sem hér voru til:
1. Vinda frá Vatnsenda í Borgarfirði, fædd 1957.
Vinda var síðasta afkvæmi Skugga 201 frá Bjarnanesi.
Hún hlaut 1. verðlaun á FM á Rangárbökkum 1967.
2. Flikka frá Hrafnkelsstöðum 1, fædd 1964. (setin af Haraldi á myndinni hér fyrir ofan)
Hún var undan Vindu og Svip frá S. Laugalandi.
Flikka hlaut 1. verðlaun í forskoðun 1974.
3. Frökk frá Hrafnkelsstöðum 1, fædd 1964.
Hún var undan Stjörnu frá Hrafnkelsstöðum og Feng frá Hróarsholti.
Frökk hlaut 1. verðlaun á FM á Rangárbökkum 1972.
Undan þessum hryssum og útaf þeim kom og kemur enn alltaf eitthvað af vindóttum hrossum. Liturinn hefur verið eftirsóttur og er prýði á góðu hrossi þótt einn og sér sé hann lítils virði.