Tíminn líður hratt...eins og segir í lagatexta einum. Kominn apríl og lengri dagur hvað birtu snertir, er orðinn vel merkjanlegur. Í morgun heilsaði tjaldurinn með háum hljóðum og þá styttist nú í vorið.
Í mars var haldinn aðalfundur Hrossaræktarfélags Hrunamanna, og enn og aftur erum við "gömlu" heiðruð fyrir ræktun á Hröfnu (Hrafnars og Skyggnu dóttir). En hún var á síðasti ári (2015) með hæstan dóm 5.vetra hryssna á landinu, og einnig næst hæst í Worldfeng. Hér má sjá samantektarmyndband af Hröfnu sem hann Lárus tók saman. https://www.youtube.com/watch?v=9rR6XXbsLmw
Þess má geta að við eigum núna albróður Hröfnu á 1.vetri, stóran og öflugan fola sem minnir um margt á systir sína á sama aldri.
Um páskeleytið var Hrifla (Herjólfs og Lindar dóttir) skoðuð hjá Bylgju á Feti. Hún lýtur mjög vel út, en hér að neðan má sjá myndband af henni.
Fóðrafolöldin stækka og þroskast og er mikið fjör þegar hleypt er út í hlöðu. MEð hækkandi sól og auðri jörð verður farið að hleypa þeim út á hlað, þá er nú betra að umgjörðin haldi.
3 vikur eru í sauðburð og er verið að forgangsraða verkum sem tilheyra sauðfénu. Búið er að snoðklippa, snyrta klaufir og brennimerkja gemsana. Að lokum endað á vigtun og sprautun. Nóg að gera.
Hér að neðan má sjá mynd af sauðunum okkar, þeim Glænef og Eitli.
Í mars var haldinn aðalfundur Hrossaræktarfélags Hrunamanna, og enn og aftur erum við "gömlu" heiðruð fyrir ræktun á Hröfnu (Hrafnars og Skyggnu dóttir). En hún var á síðasti ári (2015) með hæstan dóm 5.vetra hryssna á landinu, og einnig næst hæst í Worldfeng. Hér má sjá samantektarmyndband af Hröfnu sem hann Lárus tók saman. https://www.youtube.com/watch?v=9rR6XXbsLmw
Þess má geta að við eigum núna albróður Hröfnu á 1.vetri, stóran og öflugan fola sem minnir um margt á systir sína á sama aldri.
Um páskeleytið var Hrifla (Herjólfs og Lindar dóttir) skoðuð hjá Bylgju á Feti. Hún lýtur mjög vel út, en hér að neðan má sjá myndband af henni.
Fóðrafolöldin stækka og þroskast og er mikið fjör þegar hleypt er út í hlöðu. MEð hækkandi sól og auðri jörð verður farið að hleypa þeim út á hlað, þá er nú betra að umgjörðin haldi.
3 vikur eru í sauðburð og er verið að forgangsraða verkum sem tilheyra sauðfénu. Búið er að snoðklippa, snyrta klaufir og brennimerkja gemsana. Að lokum endað á vigtun og sprautun. Nóg að gera.
Hér að neðan má sjá mynd af sauðunum okkar, þeim Glænef og Eitli.